Hvernig á að læra
Kæru vinir erlendra mála,
Ég vil kynna kerfi og leiðbeiningar um hvernig hægt er að kenna erlent mál á skjótan og skilvirkan máta. Þessi leiðarvísir er byggður á eigin reynslu. Ég hef tök á um 10 til 12 tungumálum og það tekur mig aðeins nokkra daga að læra nýtt mál. Það gæti gengið eins hjá þér, sérstaklega ef þú býrð í landinu þar sem málið sem þú vilt læra er talað eða hefur stöðugt samneyti við fólk sem talar viðkomandi mál.
Almennt talað, samanstendur tungumálanám af þremur megin stigum:
- Framburður á erlendu máli – kemur næstum samstundis
- Heyra erlent mál – þetta kemur vanalega seinna þegar þú hefur verið í samskiptum við fólk sem hefur málið að móðurmáli
- Tala málið reiprennandi og hugsa á málinu – þetta kemur síðar þegar þér hefur tekist að byggja upp grunnorðaforða sem nemur u.þ.b. 1000 orðum.
Grunnþekking á tungumáli ræðst af framburði og þekkingu á stafrófinu. Það er aðeins eftir að þú hefur náð fullri stjórn á þessum atriðum að þú munt þurfa eiginlega kennslu:
Fyrst verður þú að ná tökum á persónufornöfnunum (Ég, þú, hann, hún, það, við, þið, þeir, þær, þau). Næst þarf að læra „já, nei, takk fyrir, viltu gjöra svo vel, afsakið“. Því næst eru eftirfarandi orð og orðasambönd „Góðan daginn, góða kvöldið, góða nótt, bless, hvað segirðu“ og önnur undirstöðuatriði. Síðan mæli ég með að þú lærir mikilvægustu sagnirnar „vera, hafa, fara“ og lærir þær í nútíð, þátíð og framtíð frá fyrstu stundu. Ég tel það vera mistök að læra sagnir eingöngu í nútíð vegna þess að það er ómögulegt að halda uppi samræðum notandi eingöngu nútíð. Á eftir sögnunum mæli ég með tölunum. Það er ekki hægt að eiga samskipti á erlendu máli án þeirra. Síðan koma algengustu sagnirnar, að sjálfsögðu í öllum tíðum. Síðan er að halda áfram og læra á klukkuna, stigbreytingu lýsingarorða og atviksorða auk annarrar málfræði, þ.e. persónufornöfn og eignarfornöfn og fallbeygingar. Næst ábendingarfornöfn, ákveðinn og óákveðinn greinir og loks lykilorð, bæði sérhæfð og almenn.
Eftir að hafa tileinkað þér þessa þekkingu, skaltu halda áfram með þjálfunina notandi fyrirliggjandi aðferð – sjálfsnám, skólanám eða þjálfun í viðkomandi landi, t.d. með því að ræða við þá sem hafa málið að móðurmáli.
Gagnlegar ábendingar:
- Það er erfiðast að læra fyrsta erlenda málið. Þessi leiðarvísir hefur upp á að bjóða námskerfi sem mun auðvelda þér að læra önnur mál.
- Það hefur verið sannað að aðeins þarf að kunna 300 orð til að eiga í einföldum samræðum, fyrir venjulegar samræður eru 1000 algengustu orðin nóg.
- Ef þú lærir eingöngu einu sinni viku er það aðeins nóg til að viðhalda þekkingunni, þú bætir þig ekki þannig. Til að bæta árangur er best að æfa sig 3-4 sinnum í viku. Til að læra á hefðbundinn hátt (1-2 í viku) án þess að fara til landsins eða ræða við innfædda getur þetta gengið allt að 10 sinnum hægar fyrir sig.
- Þegar þú ert í landinu þar sem málið er talað, skaltu ekki reyna að nota þekkingu þína á öðrum málum og ekki byrja að nota málið.
- Þegar höfð eru samskipti við innfædda notendur málsins, hvort sem er skriflega eða í tali, skaltu fylgjast vel með því orðalagi sem er notað og reyndu að bregðast við því á rökréttan og náttúrulegan hátt, hvort sem er með sama orðalagi eða áþekku.
- Ef skilningur er ekki fyllilega fyrir hendi, skaltu reyna að lesa út samhengið og almenna merkingu þess sem sagt er (hvort sem það felur í sér spurningu eða tíðina sem er notuð). Jafnvel þótt þú sért hvergi nærri því 100% viss, skaltu ekki hafa áhyggjur, heldur reyna að bregðast við því sem þú skilur eða spyrja spurninga sem hjálpa þér með skilninginn.
Þessar leiðbeiningar eru ekki ætlaðar til að kenna erlent mál til fullnustu; ætlunin er einfaldlega að veita yfirlit yfir það sem ber að hafa í huga þegar lögð er stund á nýtt tungumál. Leiðbeiningarnar koma ekki í stað annarra aðferða við tungumálanám.
Ég vona að mér hafi tekist að hjálpa þér eitthvað áfram með námið og óska þér góðs gengis.
Með kveðju frá höfundi, Zdenek Pilecký