Leiðbeiningar
GIHNP lausn fyrir þau sem:
- hafa ekki lært erlent tungumál og vilja læra að tjá sig án þess að þurfa að verja miklum tíma í það
- vilja læra hvernig á að eiga skjót samskipti; til að skilja GIHNP kerfið er yfirleitt nóg að nota tímann sem varið er í ferðalög – með rútum, lestum og flugvélum; eftir á getur þú átt samskipti á hvaða máli sem þú kýst
- sem eiga erfitt með að læra erlend mál
- vilja ekki læra með hefðbundnum hætti
- vilja ekki læra óhagnýtar upplýsingar sem þau nota sjaldan
- snúa aftur að erlendu máli eftir langt hlé
- langar að læra undirstöðuatriðin á sem stystum tíma
- vilja læra, að minnsta kosti að hluta og eins fljótt og hægt er, erlent mál sem byggir á öðru stafrófi – „hljóðfræðilega þýðingu”
- sem með því að sérhæfa sig í GIHNP, tileinka sér samstundis upplýsingar á nýju sviði
Hverjir eru kostir GIHNP?:

- lykilatriðum í málfræði er haldið í lágmarki og þau eru vandlega framsett á skipulegan, myndrænan máta
- glöggvun á málinu hefst samstundis þökk sé þessu einstaka kerfi
- einstaklega hröð kynning á málinu í upphafi, tafarlaus skilningur á GIHNP kerfinu fyrir sérstakar aðstæður, svo sem fyrir ferðalög erlendis
- upprifjun á umræddri málþekkingu
- helstu atriði í samræðum kennd á einfaldan máta
- með því að læra undirliggjandi kerfi eins tungumáls með GIHNP hefur þú lært einfalt kerfi fyrir allar GIHNP tegundir tungumála; sambærilegar upplýsingar fyrir önnur mál er að finna á sama stað
- GIHNP er uppsett á einfaldan hátt og hannað „fyrir vasann”; hægt er að fá leiðbeiningu í gegnum æfingar
- GIHNP er netvætt
- Í viðbótarefni GIHNP, er áhersla á ákveðin svið eða atriði (veiði, íþróttir, menningu, o.s.fr.v.), og með því færð þú samstundis yfirlit yfir það svið sem um ræðir
Sagan að baki
þessari hugmynd er ósköp hversdagsleg. Þegar ég fylgdist með börnunum mínum læra þýsku, tók ég eftir því að þau þekktu hvorki þátíð né framtíð sumra sagnanna. Því ákvað ég að finna leið til að hjálpa þeim við lærdóminn – ég vildi finna eitthvert „kerfi”. Í kjölfarið, árið 2004, fæddist fyrsti „frumstæði” forveri GIHNP kerfisins eins og það lítur út í dag. Með þessu kerfi, tókst mér að breyta eigin nálgun við tungumálanám. Þökk sé GIHNP, tókst mér að læra nýtt mál (ég tala nú 10 mál) á aðeins tveim vikum. Þar á ég að sjálfsögðu ekki við tæmandi þekkingu, en nóg til að geta tjáð mig á málinu.
Markmið GIHNP
er ekki að læra erlent mál eða einu sinni að bera það saman við þau kerfi sem fyrir eru. Þetta kerfi er glænýtt, nytsamlegt og einstakt. Hér má taka fram að allur höfundarréttur er áskilinn. Ósvikin eintök af GIHNP eru aldrei sambærileg við afrituð eintök, ósvikin eintök eru bæði endingarbetri og ódýrari.
Aðaltaflan á forsíðu inniheldur reglulegar sagnir og þær algengustu, , raðaðar í stafrófsröð og ásamt 3 mikilvægustu sögnunum: „að vera”, „að hafa” „að fara”. Þessar þrjár sagnir eru einnig oft notaðar sem hjálparsagnir til að mynda þátíð og framtíð. Taflan fyrir sumar tungumálagerðir innihalda einnig lýsingarhátt þátíðar, ásamt framburði.
Efst vinstra megin má sjá tölur, að meðtöldum helstu tölum, talnatáknum, skölum og raðtölum , ásamt orðinu „síðasta”. Til að læra tölur, mæli ég með því að fara frá einum og upp í tíu og meðan ekið er að endurtaka númeraplötur bíla sem keyra fram hjá, fyrst með tölum frá 1 til 10 og síðar í tugum, hundruðum og þúsundum...
Næst er samanburður á lýsingarorðum og atviksorðum, bæði reglulegum og óreglulegum. Í sumum tungumálum er enginn munur á lýsingarorðum og atviksorðum. Neðst vinstra megin er málfræði. „Málfræðin” kynnir grunnfornöfnin: „Ég, þú, hann, hún, það, við, þið, þeir, þær, þau” og síðan koma eignarfornöfn og fallbeygingar í þágufalli og eignarfalli. Þótt tékkneskan sé með 7 föll, er almennt nóg að kunna nefnifall, þágufall og eignarfall til að getað tjáð sig. Málfræðin inniheldur líka „ábendingarfornöfn” og ákveðinn og óákveðinn greini.
Vinstra megin við hliðina á töluorðunum er tafla sem heitir „klukkan“”, sem gerir þér kleift að eiga samskipti um flest sem hefur með klukkuna að gera. Undir klukkunni eru „forsetningar“ og „samtengingar“, þar sem búið er að undirstrika helstu orðin.
Tafla sem kallast „tími“inniheldur flest helstu tímaorðin: Vikudagana, mánuði, árstíðir og hinar mjög svo mikilvægu línur sem koma neðst „fyrir” og „eftir” og tímabilin „frá...” og „til...”. Miðað við reynslu hafa „algengustu orðin“. verið staðsett undir „tíma”. Alltaf skal fara eftir þessum orðum í stafrófsröð, jafnvel þótt þau séu ekki sagnir, nafnorð eða fornöfn.
Fyrir neðan þessa töflu eru, aftur í stafrófsröð, algengustu andheitin. Á eftir þessu koma „óreglulegar sagnir“, sem við höfum þegar farið yfir.
Hægra megin eru reglulegar sagnir. Um það bil 170 af algengustu sögnunum hafa verið beygðar samkvæmt dæmunum efst í GIHNP með endingar undirstrikaðar, í nútíð, þátíð og framtíð og í skildagatíð samkvæmt munstri og endingum.
Aftan á GIHNP eru 8 flokkar: ferðalög, viðskipti, læknirinn, matur – drykkur, litir, fjölskylda, dýr og meginpunktar ásamt tengdum hugtökum í sama lit.
Þú getur valið níunda flokkinn, með fjölbreyttu úrvali sérhæfðra sviða. Sérhæft GIHNP sem sniðið er að þinni forsögn er einnig í boði. Skipting GIHNP í svið hjálpar þér að rata í kerfinu. Kerfið hefur verið hannað þannig að hægt sé að hægt sé að mynda áþekk eða tengd hugtök úr völdu efni. Seinni hluti þessarar síðu inniheldur 340 af helstu mikilvægustu orðunum; nafnorð en í minna mæli, sagnorð og lýsingarorð sem ekki hafa jafn mikið vægi.
Kæru vinir erlendra mála, Ég vona að þið njótið þess að nota þetta hjálpargagn og ég tek glaður á móti öllum uppbyggjandi athugasemdum svo að við getum haldið áfram að bæta kerfið.